Danmörk, ný íbúð og sa videre

Jæja góðir hálsar,

Nú er maður bara kominn á ný til Danmerkur. Íbúðin er virkilega fín og ég er mjög sáttur. Ég er að standa í flutningum þessa dagana. Er ekki enn kominn með Internet mál á hreint og stelst á netið hjá öðrum ;)

Veit ekki hvað skal segja meira. jamm segi meira síðar þegar ég er búinn að koma mér betur fyrir.
Jú heyrðu, má ekki gleyma aðalmálinu. Nágrannar mínir þau Davíð og Hjördís gáfu mér borðstofuborð sem er ekkert smá flott og svo fékk ég frystiskáp frá þeim sem þau voru hætt að nota.
Ég er þeim verulega þakklátur. Davíð og Hjördís! takk fyrir mig.

Á morgun mun ég klára að flytja stóru hlutina sem ég á eftir. Skenkurinn úr Hátúninu og nefndur frystiskápur. Svo sæki ég væntanlega eitt stykki notað barnarúm sem ég keypti á 75 danskar krónur. Ekki dýrt það.

jæja farinn að lúlla,

sjáumst síðar,

Arnar Thor

Ummæli

Nafnlaus sagði…
takk fyrir falleg orð í okkar garð Arnar minn og gangi þér vel að koma þér fyrir í nýju íbúðinni. bestu kveðjur frá sveitaliðinu í Steig.
Nafnlaus sagði…
Gaman að heyra að íbúðin sé fín, gangi þér vel að koma þér VEL fyrir.
Kv. frá Kef

Vinsælar færslur